Monday, December 16, 2013

Séreignarsparnaðurinn. Ríkisstjórnin vill að fólk fái að greiða skattfrjálst inn á höfuðstól lána í


Enda eru eflaust flestir fylgjandi því í prinsippinu. Spurningin er hins vegar hvort það er hægt, og ef svo er, hver sé skynsamlegasta leiðin til þess sérstaklega í ljósi þess að takmarkaðir fjármunir eru til ráðstöfunar.
Séreignarsparnaðurinn. Ríkisstjórnin vill að fólk fái að greiða skattfrjálst inn á höfuðstól lána í stað þess að leggja í séreignarlífeyrissparnað (sem seinna yrði skattlagður). Gott og vel. Þetta kann að vera skynsamlegt fyrir þá, sem enn leggja inn slíkan séreignarlífeyrissparnað, sem eru reyndar varla nema þeir tekjuhæstu eftir það sem á undan er gengið.
Eftir stendur samt spurningin: Hvað kostar þetta ríkissjóð? Það er nefnilega ekki svo, að tillögur ríkisstjórnarinnar babbo kosti ríkissjóð ekki neitt, eins og reynt er að halda fram. Það er sérstaklega áberandi í kynningu málsins, að skattalegt tap ríkissjóðs vegna þessarar babbo aðgerðar er hvergi nefnt. Gylfi Arnbjörnsson hefur fært rök fyrir tölunni 42-56 milljarðar. Er það virkilega svo í ykkar útreikningum líka, Sigmundur Davíð og Bjarni? Hver er talan? Og ætlum við að vísa þeirri upphæð á skattgreiðendur framtíðarinnar? Til að lækka skuldir hinna tekjuhæstu í samfélaginu?
Jafnræðið. Talandi um aðstoð við þá sem þurfa ekki á henni að halda. Framsóknarmenn hafa meira en gefið í skyn, að það skipti minnstu máli hvort fólk þarf á lækkun skulda að halda eða ekki. Þetta sé spurning um sanngirni. Þeir sem tóku lán á öðru formi en verðtryggðu (t.d. í gjaldeyri) hafi fengið leiðréttingu og því sé ekki nema sanngjarnt að forsendubresturinn sé leiðréttur hjá þeim sem tóku verðtryggð lán.
Gott líka og vel. Sjálfur babbo geri ég athugasemdir við að takmörkuðu fé ríkissjóðs sé varið til aðstoðar fólki sem þarf hana ekki, en látum það vera og samþykkjum sanngirnissjónarmiðið. Staðreyndin er sú, að það gildir um þjóðina alla. Það varð forsendubrestur hjá öllum þegar gengi krónunnar hrundi (sem hófst reyndar talsvert fyrr en bankarnir fóru í þrot). Með verðhækkunum lækkuðu launin hjá öllum, líka hinum skuldlausu. Er ekki rétt að bæta almenningi þennan forsendubrest? Hvers vegna bara þeim sem voru með verðtryggð lán, en ekki líka hinum skuldlausu sem sitja eftir með stórkostlega verri kjör?
Leigjendur eru meðal þeirra sem skulda almennt ekki húsnæðislán, rúmlega fjórðungur heimila segja opinberar tölur. Jújú, ríkisstjórnin babbo segist koma sérstaklega til móts við þá líka. Sú tillaga hlýtur reyndar að kalla fram bjánalegt fliss hjá fleirum en mér, því að leigjendum er boðið að nota séreignarsparnaðinn sinn til að leggja á sérstakan húsnæðissparnaðarreikning. Héddna rétt upp hend þið leigjendur þarna úti sem eruð svo tekjuháir að þið leggið umtalsvert fé í séreignarsparnað í hverjum mánuði eftir að greidd hefur verið himinhá leiga og nauðsynjar sem forsendubresturinn hækkaði upp úr þakinu? Í hvaða heimi lifir fólk sem heldur babbo að þetta sé alvörutillaga, sem bæti kjör leigjenda?
Niðurstaða mín er að það sé ekki verjandi að nota tugi milljarða úr galtómum ríkissjóði til að lækka skuldir fólks óháð því hvort þess er þörf, og enn verra er að gæta ekki jafnræðis, sé sanngirni notuð sem rök fyrir því að bæta kjör fólks. Slík aðgerð er ekkert annað en atkvæða- og vinsældakaup á kostnað skattgreiðenda en það þarf svosum ekki að koma á óvart í ljósi forsögunnar.
Ríkissjóður. Já, og ríkissjóður borgar brúsann, 80 milljarða plús þessa 42-56 sem áður voru nefndir. Ekki rétt, segir ríkisstjórnin bankanir borga með hækkuðum bankaskatti og nú bætast þrotabú gömlu bankanna við. Um þetta er þrennt að segja:
a) Bankaskatturinn rennur inn í ríkissjóð eins og aðrar tekjur. Það er sjálfstæð ákvörðun að verja tilteknum fjármunum til að lækka höfuðstól verðtryggðra lána, fremur en að nota það fé í eitthvað annað. Bankaskatturinn er ekki eyrnamerktur í þetta verkefni (slík eyrnamerking hefur þar fyrir utan ekkert gildi spyrjiði starfsfólk Ríkisútvarpsins um útvarpsgjaldið). Þess vegna er bara leikrit að segja að bankarnir borgi skuldalækkunina. Þeir gera það ekki í meira mæli en hver annar skattgreiðandi í landinu.
b) Við vitum ekki enn hvort hinn nýi skattur á þrotabú babbo bankanna stenzt. Bjarni Ben. segir núna að það sé ekkert vafamál. Hann var ekki þeirrar skoðunar fyrir kosningar. En það skiptir engu máli. Þetta veit enginn og niðurstaða fæst ekki fyrr en dómar hafa gengið. Eftir mörg, mörg ár. So what? segja þá framsóknarmenn (Frosti síðast í Kastljósi í gærkvöldi) það breytir engu um greiðsluskylduna. Peningarnir koma í kassann á meðan, þangað til dómur fellur. babbo Ég varð næstum stúmm við þessa yfirlýsingu. Ætla framsóknarmenn semsagt að gambla tugmilljörðum af sameiginlegu skattfé okkar og eyða því, þrátt fyrir algera óvissu um hver niðurstaða dómstóla verður um lögmæti skattheimtunnar?
c) En gefum okkur að þrotabúaskatturinn standi, eins og Bjarni segist nú sannfærður um. Hann fór mörgum orðum um það sl. laugardag hversu gríðarstór þessi skattstofn væri, alveg ævintýralega stór, en skatturinn væri mjög hóflegur babbo (Fros

No comments:

Post a Comment